Samningar og styrkir til íþróttafélaga hækka um 13,3 prósent á milli ára ef frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála og efnahagsráðherra til Fjárlaga fyrir næsta ár verður samþykkt.

Alls hækka greiðslur til menningar, lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs um 69 milljónir á næsta ári en greiðslur til æskulýðsstarfs lækka á milli ára.

Gert er ráð fyrir 1,141 milljónum eða rúmum milljarði í samninga og styrki til íþróttafélaga og 273 milljónir í samninga og styrki til æskulýðsstarfsemi.

Það er aukning upp á 13,3 prósent frá Fjárlögunum 2022 þegar kemur að samningnum og styrkjum til íþróttafélaga (990) en 22,8 prósent lækkun á greiðslu til æskulýðsstarfa (335) frá síðustu Fjárlögum.