Tom Lawrence og Mason Bennett leikmenn Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu karla hafa játað sök í dómsmáli vegna aksturs þeirra undir áhrifum áfengis í lok september fyrr á þessu ári.

Tvímenningarnir voru dæmdir ti lþess að inna af hendi 180 tíma í vinnu launalaust, sinna samfélagsþjónustu í 12 mánuði og þá fá þeir ökubann í tvö ár.

Félagið hafði áður sektað þá um sex vikna laun og skikkað þá til þess að sinna 80 klukkutímum í samfélagsþjónustu.

Richard Keogh, fyrirliði Derby County, var farþegi í bílnum en þeir félagar höfðu verið úti að skemmta sér með liðsfélögum sínum en hann verður frá út yfirstandandi keppnistímabil vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í árekstrinum sem þeir lentu í um kvöldið.