Enski boltinn

Sturridge skoraði fallegasta mark mánaðarins

Mark Daniel Sturridge í leik Liverpool gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla var valið mark septembermánuðar.

Daniel Sturridge mundar hér skotfótinn og skömmu síðar syngur boltinn í samskeytunum. Fréttablaðið/Getty

Daniel Sturridge skoraði glæsilegt mark þegar hann tryggði Liverpool stig í 1-1 jafntefli liðsins gegn Chelsea í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í lok september síðastliðnum. 

Sturridge sem var þá nýkominn inn á sem varamaður skaut, nánast úr kyrrstöðu, nokkuð utan vítateigs og boltinn fór í fallegum sveig yfir Kepa Arrizabalaga, markvörð Chelsea og í markið. 

Þetta mark hefur verið valið fallegasta mark deildarinnar í septembermánuði, en hann hefur skorað fjögur mörk í öllum keppnum fyrir Liverpool á yfirstandandi leiktíð. 

Liverpool er á toppi deildarinnar með 20 stig líkt og Manchester City og Chelsea sem eru fyrir fyrir ofan Bítlaborgarliðið sökum hagstæðari markatölu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Mourinho hvílir stjörnurnar í kvöld

Enski boltinn

David Silva frá í nokkrar vikur

Enski boltinn

Gylfi klúðraði víti en Everton náði í stig

Auglýsing

Nýjast

Stefna að því að opna nýjan golfvöll á Rifi

AGF safnaði rúmri milljón fyrir Tómas Inga

Ísland mætir Svíþjóð og Kúveit í Katar í janúar

Selfyssingar farnir að styrkja liðið fyrir næsta tímabil

Sara þegar búin að vinna sér inn 370 þúsund krónur

Björgvin Karl í þriðja sæti eftir fyrsta dag í Dubai

Auglýsing