Enski boltinn

Sturridge skoraði fallegasta mark mánaðarins

Mark Daniel Sturridge í leik Liverpool gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla var valið mark septembermánuðar.

Daniel Sturridge mundar hér skotfótinn og skömmu síðar syngur boltinn í samskeytunum. Fréttablaðið/Getty

Daniel Sturridge skoraði glæsilegt mark þegar hann tryggði Liverpool stig í 1-1 jafntefli liðsins gegn Chelsea í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í lok september síðastliðnum. 

Sturridge sem var þá nýkominn inn á sem varamaður skaut, nánast úr kyrrstöðu, nokkuð utan vítateigs og boltinn fór í fallegum sveig yfir Kepa Arrizabalaga, markvörð Chelsea og í markið. 

Þetta mark hefur verið valið fallegasta mark deildarinnar í septembermánuði, en hann hefur skorað fjögur mörk í öllum keppnum fyrir Liverpool á yfirstandandi leiktíð. 

Liverpool er á toppi deildarinnar með 20 stig líkt og Manchester City og Chelsea sem eru fyrir fyrir ofan Bítlaborgarliðið sökum hagstæðari markatölu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Frábær seinni hálfleikur Swansea

Enski boltinn

Úlfarnir í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í 16 ár

Enski boltinn

Newport tókst að stríða City í enska bikarnum

Auglýsing

Nýjast

Jón Dagur sá rautt

„Vorum að vinna frábært lið í dag“

„Ætluðum okkur stærri hluti í dag“

„Ekkert grín að elta Elvar í heilan leik“

„Ætlum að vinna alla þrjá titlana“

Stjarnan bikar­meistari í fjórða sinn

Auglýsing