Cristiano Ron­aldo, leik­maður Manchester United ber höfuð og herðar yfir kollega sína á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram. Frá þessu segir töl­fræði­fyrir­tækið Niel­sen Grace­not­e.

Færslur Ron­aldo á sam­fé­lags­miðlinum skila af sér um 3,5 milljónum banda­ríkja­dala í markaðs­verð­mæti, því sem nemur tæpum 500 milljónum ís­lenskra króna fyrir hverja færslu sem hann setur á Insta­gram.

Fjöldi fylgj­enda Ron­aldo á sam­fé­lags­miðlinum jókst um 48% síðast­liðið ár og er fylgj­enda fjöldi kappans nú um 480 milljónir. Næstur á eftir Ron­aldo í þessum efnum er hans helsti sam­keppnis­aðili innan vallar undan­farinn ára­tug, Lionel Messi leik­maður Paris Saint-Germain.

Messi er með um 360 milljónir fylgj­enda og leiðir hver færsla hans á Insta­gram af sér um 2,6 milljónir Banda­ríkja­dala í markaðs­verð­mætum, tæpar 368 milljónir ís­lenskra króna.