Stúlkna­lið Ís­lands lenti í öðru sæti á Evrópu­meistara­mótinu í hóp­fim­leikum í kvöld en úr­­slit í ung­linga­­flokki hófust um fjögur leytið í dag. Ís­­lensku stúlkurnar voru í harðri bar­áttu við þær sænsku um gullið í allt kvöld en Svíarnir unnu með 0.1 stigi.

Íslenska stúlknalandsliðið fékk 54.200 stig og fékk það Sænska 54.300 stig. Úrslitin réðust á síðasta áhaldinu en voru stúlkarnar augljóslega svekktar enda með augun á Evrópumeistaratitlinum.

Stúlkurnar geta hins vegar borið höfuðið hátt enda átti s­lenska liðið átti frá­bæran dag í úr­slitunum eftir smá­vægi­leg mis­tök í unda­keppninni sem reyndust liðinu dýr­keypt stiga­lega séð.

Þjálfarar og kepp­endur sam­mæltust hins vegar í sam­tölum við blaða­menn að liðið ætti nóg inni og reyndist það rétt.

Svo virðist sem lands­liðs­þjálfarar liðsins hafi tekið rétta á­kvörðun og dregið úr erfið­leikanum fyrir úr­slitin og fóru stelpurnar í gegnum allar stökkæfingarnar sínar á dýnu og trampólíni án falls.

Úr­slitin hjá ís­lenska liðinu hófst á dýnu og sýndu stelpurnar stax í upp­hafi hversu mengnunar þær eru. Ís­lenska liðið fékk 16.850 stig á dýnunni sem mun vera mikil bæting frá árangri liðsins í unda­keppnni en liðið fékk 14.400 stig á mið­viku­daginn.

Hægt er að sjá ósvikin fagnaðarlæti liðsins eftir síðustu umferðina hér að neðan.

Stúlkurnar voru hvergi nærri hættar eftir dýnuna og fóru einnig fall­lausar í gegnum trampólínið. Það var þungu fargi létt af stelpunum eftir trampólínið enda öll stóru og erfiðu stökkin kominn í hús. Þær fengu 14.800 stig í undan­keppninni á tram­pólini en færðu sig upp í 16.450 stig í úr­slitinum.

Ósvikin gleði eftir að síðasta stökkið á trampólíninu í dag.
Ljósmynd/Stefán Pálsson

Stúlkurnar enduðu daginn á gólfæfingum en það hefur verið þeirra sterkasta áhald hingað til. Þær gerður frábærar gólfæfingar
en liðið þurfti 21.00 stig til að jafna Svíana en svo fór sem fór og fékk liðið 20.900 stig.

Stelpurnar voru augljóslega svekktar með niðurstöðuna en þær geta borið höfuðið hátt eftir frábæran dag og er framtíð Íslands í hópfimleikum svo sannarlega björt.