Úr­­slit í ung­linga­­flokki á EM í hóp­fim­­leikum fór fram í Lúxem­borg í kvöld en venja er að ung­lingarnir keppa í sömu keppnis­höllinni og lands­liðin í full­orðins­­­flokki degi áður.

Ís­­lenska stúlkna­lands­liðið gerði sér lítið fyrir og nældi sér í brons­verð­­laun með 50.550 stig. Ís­land sendi einnig blandað lið ung­linga og drengjalið í ung­linga­­keppnina. Seinni tvo liðin komust ekki á verð­launa­pall þrátt fyrir góða frammi­­stöðu. Danir réðu lofum og lögum í öllum ung­linga­­flokkum í dag. Þeir gerðu sér lítið fyrir og tóku þrjú gull í drengja-, stúlkna- og blönduðum flokki.

Blandaða ung­linga­lands­liðið stóð sig með prýði í dag.
Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson

Dönsku stuðnings­­mennirnir hafa einnig her­­tekið nær öll sætin í höllinni og kom næstum til milli­­­ríkja­­deilu er þeir fóru í að færa sæti sem ís­­lensku stuðnings­­mennirnir höfðu tekið frá í byrjun dags en því miður eru ekki númeruð sæti í höllinni.

Ís­lensku stuðnings­mennirnir eru á víð og dreif um höllina en láta vel í sér heyra.
Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson
Dönsku stuðningsmennirnir hafa hertekið höllina.
Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson

Ís­­lensku stelpurnar byrjuðu á trampólíninu og setti tóninn strax í upp­­hafi. Stelpurnar gerðu sér lítið fengu 15.700 stig fyrir trampólín sem var 1,3 stigum hærra en í undan­­keppninni.

Hægt er að sjá aðra um­­­ferð hjá stelpunum á trampólíninu hér að neðan.

Stelpurnar fóru síðan á dýnu og aftur hækkaði liðið stigin sín frá því í undan­­keppninni og fékk 15.850 stig.

Þær enduðu síðan á gólfi en gólfæfingar hafa lengi vel verið það á­hald þar sem Ís­land ber af á. Stelpurnar gerðu á­­gætis gólf en nokkur smá­­vægi­­leg mis­tök reyndust dýr og náði því liðið ekki að velta þeim sænsku úr öðru sætinu.

Sem fyrr segir enduðu stelpurnar með 50.550 stig rúmu stigi á eftir Svíunum sem tóku silfrið.

Ís­lensku stúlkurnar voru í bana­stuði í dag.
Ljósmynd/Fjóla Þrastardóttir