Íslenska stúlknalandsliðið í U17 náði frábærum árangri á Norðurlandarmóti (NEVZA) U17 ára í blaki sem fór fram í Danmörku í vikunni þegar Ísland vann til gullverðlauna.

Íslenska liðið vann Dani í úrslitaleiknum og voru fjórar íslenskar stúlkur í úrvalsliði mótsins, þær Lelju Söru Hadziredzepovic, Hebu Sól Stefánsdóttur miðja, Sóldísi Björt Leifsdóttur kantur og Agnesi Björk Ágústsdóttur.

Þá var Sóldís Björt valin besti leikmaður mótsins (e. MVP) en Ísland vann Færeyjar og Noreg á vegferð sinni að úrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn vannst 3-0.

Drengjaliðið keppti á sama móti þar sem þeir lentu í fjórða sæti.