Mane var í byrjunarliði Senegal í leik gegn Togo í gær en þurfti að fara meiddur af velli á 28. mínútu eftir samstuð við varnarmann Togo.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Aliou Cisse, landsliðsþjálfari Senegal segir meiðsli Mane ekki alvarleg. ,,Við þurftum að taka hann af velli og það raskaði janvæginu í liðinu. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur en tókum hann af velli af varúðarráðstöfun, ég get staðfest að meiðsli hans eru ekki alvarleg."

Jákvæðar fréttir fyrir Liverpool sem urðu fyrir áfalli á dögunum er staðfest var að Roberto Firmino, sóknarmaður liðsins, yrði frá í nokkrar vikur vegna meiðsla.