Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins, og núverandi knattspyrnusérfræðingur hjá BBC sagði í þættinum Match of the day 2 að Fred væri orðinn brandari á miðju Manchester United. Fred átti enn eina arfaslöku frammistöðu gegn Newcastle og fengu stuðningsmenn liðsins nóg.

Fred hefur spilað í sjö lekjum í öllum keppnum á tímabilinu og gert lítið. Ekkert mark, engin stoðsending og ekki komið nálægt einu né neinu.

Fred the Red myndi trúlega ekki vera verri á miðjunni en nafni sinn.

Hann var keyptur frá Shakhtar á síðasta ári fyrir 52 milljónir punda en hefur ekki tekist að heilla. „Það er nánast brandari þegar Fred fær boltann,“ sagði Keown meðal annars í eldræðu sinni um brassan.

Stuðningsmenn liðsins taka flestir undir.