Hvítu Riddararnir, stuðningsmannasveit ÍBV í handbolta, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem Riddararnir biðjast velvirðingar á hegðun sinni um gegn FH um helgina.

Fréttablaðið fjallaði um hegðun stuðningsmanna ÍBV í bikarleik liðanna um helgina.

Atvikið er komiðinn á borð HSÍ og gæti ÍBV átt von á refsingu á næstunni.

Í tilkynningunni sem Hvítu riddararnir birta á Twitter biðjast þeir velvirðingar á hegðun sinni eftir síðasta heimaleik. Sveitin neitar hinsvegar að hafa skrifað meinyrði á myndirnar af mæðrum leikmanna FH eins og greint var frá.

Þar kemur fram að sveitin geri sér grein fyrir því að nokkrir aðilar hafi farið fram úr sér í gleðinni eftir sigur Eyjamanna í leiknum.

Í samtali við Fréttablaðið sagði ónafngreindur leikmaður FH að þeir hefðu séð stuðningsmenn ÍBV með útprentaðar myndir af mæðrum leikmanna FH með niðrandi texta á.

Eftir leik ruddist hópur stuðningsmanna að klefa gestanna, hamraði á klefahurðina og söng niðrandi söngva auk þess að kalla leikmenn öllum illum nöfnum.