Stuðnings­menn fótboltaliðs Ein­tracht Frankfurt kveiktu í lög­reglu­bíl og köstuðu reik­sprengjum í lög­regluna í Napoli. Stuðnings­mönnunum er ó­heimilt að mæta á leik Ein­tracht Frankfurt gegn Napoli og gátu ekki keypt miða á leikinn eftir at­vik sem átti sér stað í fyrri hluta seinasta leiks liðsins.

Sam­kvæmt fjöl­miðlum í Napoli hafa stuðnings­menn Napoli ráðist á stuðnings­menn Ein­tracht Frankfurt. Mikil hræðsla er á meðal al­mennra borgara og sést á mynd­böndum hversu al­var­legt á­standið á staðnum er. Leikurinn hefst klukkan átta.