Þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf ferðalag sitt til München í Þýskalandi i morgunsárið horfðu leikmenn og forráðamenn liðsins á myndband með hvatningarræðum. 

Þar blésu þjóðþekktir einstaklingar og vinir og vandamenn leikmanna liðsins þeim baráttuanda í brjóst fyrir komandi átök. 

Íslenska liðið hefur leik á mótinu með því að mæta sterku liði Króatíu síðdegis á föstudaginn kemur. 

Myndskeiðið má sjá hér að neðan: