Viðureign Íslands og Portúgal í milliriðlunum á Evrópumótinu í handbolta verður 25. viðureign þessara liða og hefur Ísland haft gott tak á portugalska liðinu til þessa.

Síðast þegar liðin mættust vann Portúgal reyndar nauman sigur 21-20 í umspilsleik fyrir HM 2017 í Laugardalshöll en það kom ekki að sök eftir þriggja marka sigur Íslands í fyrri leiknum.

Liðin mættust fyrst í Klagenfurt árið 1977 þar sem Ísland vann 29-14 sigur sem er stærsti munur í leikjum liðanna til þessa. Þremur leikjum hefur lokið með jafntefli, Portúgal unnið fimm en Ísland sautján til þessa.

Lið Portúgal hefur hinsvegar komið á óvart til þessa á Evrópumótinu og unnið Svía með tíu mörkum og unnið Frakka.