Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir lokakeppni Evrópumótið er í fullum gangi.

Í gær hófst dagurinn á morgunmat og myndbandsfundi með Guðmundi Þórði Guðmundssyni, þjálfara íslenska liðsins. Í framhaldinu hélt liðið á æfingu í Víkina og var áherslan lögð á sóknarleik.

Eftir hádegið var svo dagurinn brotunn upp en þá hélt hópurinn í Smárabíó og sá nýjustu Spiderman-myndina. Dagurinn endaði svo á liðsfundi og léttri spurningakeppni.

Eins og ævinlega er andinn í hópnum góður og allir í fínu formi andlega og líkamlega.

Mynd/HSÍ
Mynd/HSÍ
Mynd/HSÍ