Karlalandsliðið í knattspyrnu fellur niður um tvö sæti á nýjasta styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í morgun.
Afríkuríkin Búrkína Fasó og Malí fara upp fyrir íslenska liðið og næstu þjóðir eru ekki langt undan.
Með því er íslenska liðið í 63. sæti listans og 31. sæti meðal Evrópuþjóða en íslenska liðið hefur verið á þessum slóðum undanfarna mánuði.
Ísland lék fjóra leiki í nýafstöðnum landsleikjaglugga þar sem þremur leikjum lauk með jafntefli og Ísland vann einn leik, æfingaleik gegn lélegasta landsliði heims í San Marínó.