Sport

Strákarnir okkar á babúskum í Moskvu | Myndir

Íslenskir stuðningsmenn í Rússlandi geta nælt sér í glæsilega babúsku þar sem Strákarnir okkar koma mikið við sögu en íþróttadeild Fréttablaðsins nældi sér í eina slíka í kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá betri mynd af hverjum og einum leikmanni. Mynd/Kristinn Páll

Íslenska landsliðið er komið í fyrsta sinn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu en það fer fram í Rússlandi, heimalandi babúskunnar og nýttu heimamenn tækifærið vel.

Er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram í Rússlandi en það var fjölbreytilegt líf niðri í miðborg Moskvu í kvöld þar sem Rússar sungu í mesta bróðerni með fólki víðsvegar úr heiminum.

Þegar komið var við í minjagripabúð datt íþróttadeild Fréttablaðsins í lukkupottinn því við rákum auga á babúsku með Aroni Einari Gunnarssyni framan á. 

Ragnar Sigurðsson og Birkir Bjarnason komu næstir í röðinni áður en Kolbeinn Sigþórsson kom með óvænta innkomu. Jóhann Berg Guðmundsson var svo síðastur í röðinni en babúskan hans var á stærð við hnetu. Þá er hann í rauðu úti-treyjunni af einhverri ástæðu.

Myndir frá þessu má sjá hér fyrir neðan.

Fyrirliðinn Aron Einar er á fyrsta laginu. Fréttablaðið/Kristinn Páll
Ragnar Sigurðsson kemur næstur Fréttablaðið/Kristinn Páll
Birkir Bjarnason fær að fljóta með Fréttablaðið/Kristinn Páll
Óvæntur Kolbeinn Sigþórsson Fréttablaðið/Kristinn Páll
Og pínulítill Jóhann Berg í varabúningnum. Fréttablaðið/Kristinn Páll

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Í beinni

Í beinni: Ísland - Japan, 13-12

Handbolti

Karabatic kallaður inn í franska hópinn

Enski boltinn

Leikmaður Man. Utd. gerðist vegan

Auglýsing

Nýjast

Sonur Schumacher í akademíu Ferrari

Ísland unnið tvisvar og Japan einu sinni

Austin eignast atvinnumannalið

Aurier handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Sigur gæti búið til úrslitaleik um sæti í milliriðli

Enn lengist biðin eftir sigri hjá karlalandsliðinu

Auglýsing