Karlalandsliðið í knattspyrnu er þessa dagana við æfingar í Belek í Tyrklandi þar sem Ísland mætti Úganda í gær og mætir Suður-Kóreu um helgina.

Landsleikirnir eru ekki alþjóðlegum leikdögum og er leikmannahópurinn því að stærstum hluta skipaður leikmönnum sem leika á Íslandi og á Norðurlöndunum.

KSÍ birti myndskeið af æfingu dagsins þar sem það var sólríkt en í færslunni kemur fram að það hafi rignt talsvert síðustu daga ásamt þrumum og eldingum.

Þá hafi leikmennirnir fundið fyrir jarðskjálfta. Eftir því sem undirritaður komst næst átti jarðskjálftinn sér stað rétt fyrir utan Kýpur og var 6,6 stig á richter.