Íslensku landsliðsstrákarnir fá frí á æfingu á morgun, miðvikudag. Engir fjölmiðlaviðburðir verða heldur á morgun.

Íslenski hópurinn kom til Rússlands á laugardagskvöldið og hefur æft þrisvar sinnum á æfingavellinum í Kabardinka.

Liðið æfir næst á fimmtudaginn og flýgur svo til Moskvu seinni partinn. 

Á laugardaginn er svo komið að leiknum mikilvæga gegn Argentínu. Hann fer fram á Otkritie vellinum í Moskvu en það er heimavöllur Spartak Moskvu.