Karlalandsliðið er áfram í 39. sæti styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í morgun, tveimur sætum á eftir næstu andstæðingum okkar.

Tvö ár eru liðin síðan Ísland var í átjánda sæti styrkleikalistans sem er besti árangur karlalandsliðsins frá upphafi.

Þrátt fyrir sigra á El Salvador og Kanada í landsleikjaverkefni janúar er íslenska liðið áfram í 39. sæti listans.

Ísland er í 24. sæti þjóða frá Evrópu, rétt á eftir Rússlandi og Rúmeníu en næsti leikur Íslands er gegn Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020.