Sport

Strákarnir á leiðinni til Moskvu

Ís­lenska karla­lands­liðið í knattspyrnu er á leið til Moskvu en þar mun það leika fyrsta leik sinn á HM á laugar­daginn gegn Argentínu. Ljós­myndari Frétta­blaðsins fylgdi liðinu í vélina og náði skemmti­legum myndum.

Strákarnir hafa dvalið í Kabardink undanfarna daga en eru nú á leið til Moskvu. Fréttablaðið/Eyþór

Strákarnir okkar eru þessa stundina á leiðinni til Moskvu frá bænum Kabardinka þar sem undirbúningur fyrir fyrsta leik liðsins á HM hefur farið fram undanfarna daga. Ísland mætir Argentínu á laugardag á Spartak-leikvanginum í Moskvu.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins, var á staðnum þegar liðið gekk um borð í vélina og náði eftirfarandi myndum.

Fréttablaðið mun greina frá öllu því helsta sem ber upp á HM í Rússlandi. Hér er hægt að fylgjast með allri umfjöllun um mótið sjálft, strákana okkar og önnur lið.

Leikur Íslands og Argentínu hefst klukkan 13.00, að íslenskum tíma, á laugardag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Vilja gefa út handtökuskipun á miðherja Knicks

Í beinni

Í beinni: Ísland - Japan, 13-12

Handbolti

Karabatic kallaður inn í franska hópinn

Auglýsing

Nýjast

Leikmaður Man. Utd. gerðist vegan

Sonur Schumacher í akademíu Ferrari

Ísland unnið tvisvar og Japan einu sinni

Austin eignast atvinnumannalið

Aurier handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Sigur gæti búið til úrslitaleik um sæti í milliriðli

Auglýsing