Enski boltinn

Stóru strákarnir á skotskónum

Andy Carroll tryggði West Ham stig gegn Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Peter Crouch skoraði tímamótamark fyrir Stoke.

Crouch skoraði í kvöld sitt fyrsta mark síðan í nóvember á síðasta ári. Fréttablaðið/Getty

Staða Stoke City er orðin ansi svört eftir 1-1 jafntefli við West Ham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Stoke er fimm stigum frá öruggu sæti þegar fjórir leikir eru eftir. West Ham er hins vegar svo gott sem búið að bjarga sér.

Peter Crouch kom Stoke yfir á 79. mínútu eftir að Joe Hart varði skot Xherdans Shaqiri beint fyrir fætur stóra mannsins. Þetta var 44. mark Crouch fyrir Stoke í ensku úrvalsdeildinni sem er met.

Þetta tímamótamark dugði Stoke þó ekki til sigurs því Andy Carroll, annar hávaxinn framherji, jafnaði metin á lokamínútunni. Hamrarnir skoruðu í uppbótartíma en markið var dæmt af. Alls voru þrjú mörk dæmd af West Ham í leiknum. Lokatölur 1-1.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Ole Gunnar stóðst stóra prófið

Enski boltinn

Aron Einar meiddur á hné og ökkla

Enski boltinn

Stærsti sigur Crystal Palace í efstu deild

Auglýsing

Nýjast

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Auglýsing