Í nýjustu ársskýrslu Tottenham kemur fram að félagið tapaði tæplega 64 milljónum punda á síðasta tímabili. Það kemur aðeins ári eftir að félagið lauk tímabili með tæplega sjötíu milljóna punda gróða.

Þar munaði helst um að sjónvarpstekjur í Meistaradeild Evrópu minnkuðu um sextíu milljónir punda. Ári eftir að hafa tapað í úrslitaleiknum sjálfum féll Spurs úr leik í sextán liða úrslitunum í ár.

Félagið tók fyrr á þessu ári 175 milljóna punda neyðarlán til að standa undir tekjutapi vegna áhrifa kórónaveirufaraldursins.