Meistara­efnin í Brook­lyn Nets halda á­fram að bæta vopnum í sóknar­búr sitt en stærri spurning er hvernig gengur að fá þá til að verjast og spila sem liðs­heild. Fimm leik­menn liðsins eiga fjöru­tíu stjörnu­leiki að baki en tveir þeirra hafa unnið meistara­titla.

NBA „Ég held að skýrasta mæli­einingin um hversu margar stjörnur í þessu liði sé að kíkja á fjölda stjörnu­leikja hjá þessum leik­mönnum. Þessi fimm manna sam­setning er ein og sér með fjöru­tíu stjörnu­leiki,“ segir Kjartan Atli Kjartans­son, körfu­bolta­sér­fræðingur á Stöð 2 Sport og höfundur bókarinnar Hrein karfa, að­spurður út í stjörnum prýtt lið Brook­lyn Nets. Fyrir tíma­bilið var mikil spenna að fylgjast með því hvernig Kevin Durant og Kyri­e Ir­ving tækist að stilla saman strengina í Brook­lyn og um leið var ljóst að þeir væru lík­legir til af­reka ef sam­vinnan myndi ganga vel. Síðan þá hefur Brook­lyn bætt við þremur leik­mönnum sem hafa allir á undan­förnum árum verið í aðal­hlut­verki hjá fram­bæri­legum liðum innan NBA-deildarinnar.

„Ég held að það séu tvö lið í sögu NBA-deildarinnar sem hafa verið með leik­manna­hóp sem taldi fleiri stjörnu­leiki en þetta Brook­lyn Nets lið er með.“


Lands­lagið í NBA-deildinni gjör­breyttist þegar Brook­lyn Nets nældi í James Hard­en frá Hou­ston Rockets. Til þess þurfti Brook­lyn að fórna fram­tíðar­á­horfum liðsins í ný­liða­valinu til næstu ára en ef það endar með meistara­titli fara for­ráða­menn liðsins ekkert að kvarta undan því. Þetta er í raun ekki í fyrsta sinn sem for­ráða­menn Nets voru til­búnir að tefla djarft í von um skamm­tíma­gróða. Átta ár eru liðin síðan Brook­lyn sótti meistara­kjarna Boston Celtics í Kevin Garnett, Paul Pi­erce og Jason Terry í skiptum fyrir þrjá val­rétti í fyrstu um­ferð ný­liða­valsins í von um að blanda sér í meistara­bar­áttuna. Þegar litið er í bak­sýnis­spegilinn var það hræði­leg á­kvörðun hjá Brook­lyn, sem átti eftir að kosta fé­lagið til nokkurra ára en dró ekki úr kjarki Brook­lyn þegar fé­lagið sendi fjóra val­rétti í fyrstu um­ferð ný­liða­valsins til að fá Hard­en um borð fyrr í vetur.

Kjartan Atli Kjartans­son

Síðan þá hefur fé­lagið fengið Blake Grif­fin og LaMarcus Aldrid­ge til sín til að bæta fleiri sóknar­vopnum í búrið. Fyrir vikið er komin ógn­væn­leg breidd og getur verið erfitt fyrir ans­dtæðingana að á­kveða hvar á­herslurnar verða í varnar­leiknum.

„Þetta hefur verið tískan undan­farin ár, að skapa þessi ofur­lið, en það er sér­kenni­legt að þeir fengu báða leik­mennina. Fyrir vikið eru fleiri stjörnu­leik­menn til staðar en það verður gaman að sjá hvernig þeim tekst að stilla saman strengi sína. Grif­fin og Aldrid­ge gefa þeim ekkert endi­lega það sem þurfti til, þeir eru öflugir sóknar­menn sem þurfa að hafa boltann en eru ekki miklir varnar­menn. Þá gæti Kevin Durant þurft að verja hringinn, eins og hann gerði vel hjá Warri­ors. Durant er að mörgu leyti van­metinn varnar­maður og ég á von á því að hann beiti sér betur á þeim enda þegar kemur að úr­slita­keppninni,“ segir Kjartan og heldur á­fram:

„Töl­fræðin í NBA sýnir að sóknin gengur best með Jeff Green inni á vellinum sem mið­herja. Það eru ekki mörg lið sem ná að verjast öllum þessum skyttum inni á vellinum á sama tíma en með þessu geta þeir haldið á­fram að teygja á vörn and­stæðinganna þar sem bæði Aldrid­ge og Grif­fin geta hitt úr þriggja stiga skotum.“
Kjartan tók undir að lykil­at­riðið væri að ná að halda öllum á­nægðum enda að­eins einn bolti í boði fyrir leik­menn sem eru vanir að vera með lyklana í sóknar­leik sinna liða.

„Þeir þurfa og virðast vera til­búnir að gefa af­slátt á eigin egói, sem er nauð­syn­legt ef þetta lið ætlar sér meistara­titilinn. Það eru til dæmi um það í meistara­liðum Miami Heat og Boston Celtics. James Hard­en þarf að reka af sér þetta slyðru­orð að hann sé slakur í úr­slita­keppninni og hann virðist vera spenntur fyrir því að vera partur af góðri liðs­heild og meistara­liði.“
Þá eru allir leik­mennirnir á besta aldri, ó­líkt því þegar Brook­lyn reyndi sömu til­brigði árið 2013 með mis­heppnuðum árangri.

„Þegar fé­lagið reyndi þetta síðast, í eigu Mik­hail Prok­hor­ov, var það byggt á evrópskri hug­mynd að hægt væri að reyna að kaupa titilinn. Það er flóknara lands­lag en í NBA-deildinni. Þeir settu á sínum tíma öll eggin í sömu körfu sem reyndist ekki burðugt en þeir nálgast þetta á annan hátt í dag. Þeim hefur tekist að selja leik­mönnum þetta verk­efni og eru að fá þá til sín á besta aldri.“