Selfoss tekur á móti HK í stórleik í Lengjudeild karla í kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu a Hringbraut.

Um er að ræða liðin í fyrsta og fjórða sæti deildarinnar. HK er á toppnum eftir gott gengi undanfarið á meðan Selfoss hefur aðeins gefið eftir.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er í beinni útsendingu á Hringbraut.

Eftir helgi verður svo markaþáttur Lengjudeildarinnar á dagskrá Hringbrautar, líkt og í hverri viku.