Ís­lenska lands­liðið í hand­bolta sýndi frá­bæran leik gegn Heims- og Ólympíu­meisturum Dana og unnu eftir­minni­legan sigur 31-30. Aron Pálmars­son dró vagninn og hélt sýningu.


Aron Pálmars­son sýndi af hverju hann er talinn vera einn besti leik­maður heims um þessar mundir. Aron skoraði 10 mörk í 17 skotum og dró vagninn þegar Ís­lendingar unnu frækinn og ó­trú­legan og í raun stór­kost­legan sigur.

Guðmundur Þórður Guðmundsson er auðvitað sáttur með sigurinn.

Þetta er fyrsti sigur Ís­lands á Dönum síðan árið 2010 takk fyrir tú­kall. Fyrri hálf­leikur var hraður og skemmti­legur og bauð upp á til­þrif báðu megin. Stór­stjörnur liðanna, Aron Pálmars­son og Mikkel Han­sen sýndu af hverju þeir eru taldir vera bestu leik­menn heims og röðuðu inn mörkum.


Han­sen skoraði átta mörk í fyrri hálf­leik úr níu skotum í nánast öllum regn­bogans litum. Rasmus Lauge bætti fjórum mörkum við. Aron var með sjö mörk í tíu til­raunum og var allt í öllu. Kom að 13 af 15 mörkum liðsins í fyrri hálf­leik.

Mark­varsla var lítil beggja megin. Björg­vin varði þrjú skot af þeim 18 sem hann fékk á sig og hinum megin voru þeir Niklas Landin með tvö skot varin og Jannick Green varði einn bolta. Bæði lið voru sem sagt með 16,7 prósent mark­vörslu - sem er langt frá því að vera boð­legt.


Síðari hálf­leikur var á­fram hraður og skemmti­legur. Í stöðunni 22-22 misstu Danir boltann og Alexander Peter­son tók við boltanum og kastaði á Ólaf Guð­munds­son sem var ör­lítið á undan og skoraði í autt markið. Landin kom við Ólaf sem er bannað og fékk rétti­lega rautt spjald.

Arnór Þór Gunnarsson átti flottan leik og skoraði tvö mörk.

Í kjöl­farið kom góður kafli hjá Ís­lendingum og náði þriggja marka for­ustu 26-23. Ís­lendingar voru á­fram skrefi framar og þegar rúmar tíu mínútur voru til leiks­loka tók Guð­mundur leik­hlé í stöðunni 28-27.


Danir kunna alveg sitt­hvað fyrir sér í í­þróttinni og náðu að jafna í 29-29 og á­fram var há­spenna og nánast lífs­hætta. Það voru alla­vega fáir að hita sér mat á meðan leik stóð. Meira að passa sig ekki að skipta um stellingu.


Í stöðunni 30-29 kom ó­vænt varið skot frá Björg­vin og Strákarnir okkar héldu í sókn. Guð­jón Valur skoraði gríðar­lega mikil­vægt mark af línunni eftir fal­lega sendingu. Henrik Moll­ga­ard minnkaði muninn og Ís­land missti boltann þegar skammt var eftir.


En Danir klúðruðu loka­sókninni og Mikkel Han­sen klúðraði loka­skotinu úr auka­kastinu. Björg­vin varði skot hans. Björg­vin varði 6 bolta og Viktor Gísli tvo.