Enski boltinn

Stóri Sam fékk sparkið hjá Everton

Sam All­ar­dyce sem stýrði Everton á nýlokinni leiktíð hefur verið sagt upp störfum hjá félaginu. Everton greinir frá þessu í færstlu á twitter-síðu sinni.

Sam Allardyce hefur verið sagt upp störfum hjá Everton.

Sam All­ar­dyce sem stýrði Everton á nýlokinni leiktíð hefur verið sagt upp störfum hjá félaginu. Everton greinir frá þessu í færstlu á twitter-síðu sinni. Allardyce tók við liðinu af David Unsworth í lok nóvember, en Unsworth hafði stýrt liðinu tímabundið eftir að Ronald Koeman var látinn taka pokann sinn í upphafi leiktíðarinnar.

Þegar Allardyce tók við stjórnartaumunum hjá Everton var liðið í 13. sæti deildarinnar, en hafnaði svo í áttunda sæti deildarinnar í vor. Allardyce samdi til tveggja ára þegar hann tók við starfinu hjá Everton. 

Eigendur Everton telja hins vegar að sá árangur sem Allardyce náði sé ekki nægilega góður. Þá eru þeir líkast til þar að auki með gagnrýnisraddir stuðningsmanna Everton sem hafa látið í sér heyra vegna leiðinlegs leikstíls liðsins undir stjórn Allardyce bakvið eyrað við ákvörðun sína.  

Marco Silva, fyrr­ver­andi knattspyrnustjóri Hull og Wat­ford sem var efstur á óskalista eigenda Everton til þess að taka við liðinu eftir Koeman var látinn fara þykir líklegast sem arftaki All­ar­dyce.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Liverpool með fullt hús stiga

Enski boltinn

Karius að yfirgefa Liverpool á láni

Enski boltinn

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Auglýsing

Nýjast

Fjórða þrenna Viktors tryggði Þrótti fjórða sigurinn í röð

Guðmundur Karl kom Fjölni til bjargar á elleftu stundu

Valsmenn unnu toppslaginn í Kópavogi

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Auglýsing