Bubbi Morthens hefur lagt lokahönd á nýja útgáfu stuðningsmannalags KR sem karlkyns íþróttamenn félagsins munu ekki eingöngu geta samsvarað sig við eins og raunin var áður. Nú munu öll, stelpur, strákar, hán og trans sem og fólkið í stúkunni verið með segir Bubbi í samtali við Morgunblaðið.

Í nýju útgáfu lagsins verður horfið frá textanum 'Við stöndum saman allir sem einn' og farið yfir í 'Við stöndum saman öll sem eitt' .

Söng- og leikkonan Selma Björnsdóttir verður Bubba til halds og trausts í nýju útgáfunni. ,,Lagið var fínt á sínum tíma en það var barn síns tíma. Það þurfti allar þessar breytingar í þjóðfélaginu ne ég náði þessu loksins. Nú eiga allir lagið," segir Bubbi í samtali við Morgunblaðið.

Stefnt er að því að lagið verði frumflutt á leik KR og FH í Bestu deild karla þann 28. ágúst næstkomandi.