Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City greindi frá því á blaðamannafundi í dag að enski varnarmaðurinn John Stones verði frá næstu fimm vikurnar um það bil vegna meiðsla.

Stones varð fyrir vöðvameiðslum á æfingu Manchester City en hann lék í 3-2 tapi liðsins gegn Norwich City. Þar áður hafði hann misst af þremur síðustu deildarleikjum liðsins vegna meiðsla.

Fyrir á meiðslalistanum er franski varnamaðurinn Aymeric Laporte sem verður frá næstu mánuðinu vegna meiðsla sinna. Það eru þar af leiðandi hoggin skörð í varnarlínu Manchester City.

Manchester City mætir úkraínska liðinu Shaktar Donetks í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Lærisveinar Guardiola eru í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 10 stig eftir fimm leik en liðið er fimm stigum á eftir Liverpool sem trónir á toppi deildarinnar.