Í dag var á YouTube birt myndbandið „Ég sparka eins og stelpa“ eftir þær Huldu Mýrdal, Kolfinnu Kristínardóttur, Kristínu Björk Smáradóttur og Þórhildi Stefánsdóttur.

Í myndbandinu er rætt við landsliðskonurnar Önnu Björk Kristjánsdóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, ásamt fyrrverandi þjálfara kvennalandsliðsins, Frey Alexanderson, um upplifun og reynslu þeirra af knattspyrnu á Íslandi í dag.

Myndinni er ætlað að varpa ljósi á það að með aukinni vitundarvakningu í jafnréttisbaráttu kvenna sé nauðsynlegt að varpa ljósi á ýmsar rótgrónar hefðir sem þyki eflaust í dag karllægar og niðrandi í garð kvenna.

Við lok myndarinnar má síðan sjá fjölmargar stelpur sparka bolta og þeim sagt að vera stoltar næst þegar einhver segir slíkt við þær.

Myndina er hægt að horfa á hér að neðan.