Íslenski boltinn

Stolt af því að sparka eins og stelpa

Í dag var á YouTube birt myndbandið „Ég sparka eins og stelpa“ þar sem rætt er við landsliðskonurnar Önnu Björk Kristjánsdóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, ásamt fyrrverandi þjálfara kvennalandsliðsins, Frey Alexanderson, um upplifun og reynslu þeirra af knattspyrnu á Íslandi í dag.

Á myndinni er Berglind Björg þegar íslenska kvennalandsliðið keppti á móti Slóveníu í undankeppni EM árið 2016 Fréttablaðið/Anton Brink

Í dag var á YouTube birt myndbandið „Ég sparka eins og stelpa“ eftir þær Huldu Mýrdal, Kolfinnu Kristínardóttur, Kristínu Björk Smáradóttur og Þórhildi Stefánsdóttur.

Í myndbandinu er rætt við landsliðskonurnar Önnu Björk Kristjánsdóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, ásamt fyrrverandi þjálfara kvennalandsliðsins, Frey Alexanderson, um upplifun og reynslu þeirra af knattspyrnu á Íslandi í dag.

Myndinni er ætlað að varpa ljósi á það að með aukinni vitundarvakningu í jafnréttisbaráttu kvenna sé nauðsynlegt að varpa ljósi á ýmsar rótgrónar hefðir sem þyki eflaust í dag karllægar og niðrandi í garð kvenna.

Við lok myndarinnar má síðan sjá fjölmargar stelpur sparka bolta og þeim sagt að vera stoltar næst þegar einhver segir slíkt við þær.

Myndina er hægt að horfa á hér að neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Ársmiðasala hefst á þriðjudaginn

Íslenski boltinn

Jón Þór hefur leik gegn Skotlandi

Íslenski boltinn

Gervigrasið á Víkingsvellinum klárt í júní

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Auglýsing