Tindastóll vann annan leik sinn í röð og færði KR um leið annað tapið í röð þegar Stólarnir unnu 92-85 sigur á KR í lokaleik 6. umferðar Dominos-deildar karla.

Með því er Keflavík komið með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar á Stólana, KR, Stjörnuna og Hauka.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og skiptust liðin á forskotinu framan af en í seinni hálfleik tókst Stólunum að sigla fram úr.

KR var einu stigi undir í upphafi fjórða leikhluta en ríkjandi Íslandsmeisturunum tókst ekki að stela forskotinu frá Stólunum sem settu niður stórar körfur þegar þurfti til í seinni hálfleik