Körfubolti

Stólarnir fengu skell í Síkinu

Tindastóll átti fá svör við öflugum varnarleik Stjörnunnar í 79-58 sigri Garðbæinga í lokaleik 18. umferðar Dominos-deildar karla í kvöld og eru vonir Stólanna um að ná efstu liðum deildarinnar nánast úr sögunni.

Hlynur var öflugur undir körfunni í kvöld. Fréttablaðið/Getty

Tindastóll átti fá svör við öflugum varnarleik Stjörnunnar í 79-58 sigri Garðbæinga í lokaleik 18. umferðar Dominos-deildar karla í kvöld og eru vonir Stólanna um að ná efstu liðum deildarinnar nánast úr sögunni.

Þetta var fimmta tap Tindastóls eftir áramót í sjö leikjum og halda Stólarnir áfram að fjarlægjast Njarðvík og Stjörnuna á toppi deildarinnar.

Á sama tíma eru Stjörnumenn búnir að vinna níu leiki í röð í deildakeppninni og alls tíu leiki í röð í öllum keppnum.

Leikurinn var jafn og spennandi fyrstu mínútur leiksins en Garðbæingar náðu að síga fram úr á lokamínútum annars leikhluta og leiddu 36-30 í hálfleik.

Hægt og bítandi juku Garðbæingar forskotið í seinni hálfleik og var löngu orðið ljóst að stigin tvö færu með Garðbæingum aftur til Reykjavíkur þegar leikurinn var flautaður af.

Þegar mest var fór munurinn upp í 27 stig í lokaleikhlutanum en Stólunum tókst aðeins að laga stöðuna á lokamínútum leiksins.

Brandon Rozzell var stigahæstur ásamt Tómasi Þórði Hilmarssyni með þrettán stig hjá gestunum þrátt fyrir að Brandon hafi verið lengi af stað og hitt illa í kvöld.

Hjá heimamönnum var það Pétur Rúnar Birgisson sem var stigahæstur með 13 stig.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Körfubolti

Tuttugu ára bið eftir nýju lagi frá Shaq lokið

Körfubolti

Fjórar breytingar fyrir leikinn gegn Belgíu

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing