Það var Svíinn Mattias Ekst­röm sem bar sigur úr býtum í Race of Champions sem fór fram í Pite Havs­bad í Sví­þjóð um síðast­liðna helgi. Þar atti hann kappi við, og vann, Mick Schumacher, For­múlu 1 öku­mann og son goð­sagnarinnar Michael Schumacher.

Í Race of Champions er hæfi­leika­ríkum og goð­sagna­kenndum öku­mönnum úr mis­munandi tegundum mótor­sports komið fyrir í einni og sömu keppninni þar sem þeir berjast við hvorn annan innan brautar í ein­vígum og í þetta skiptið var ekið við krefjandi að­stæður á ísi­lögðu vatni í Pite Havs­bad.

Svo fór að í úr­slita­viður­eigninni í ein­stak­lings­keppninni mættust Mattias Ekst­röm og Mick Schumacher sem var ansi sér­stakt sökum þess að Ekst­röm atti kappi við föður Micks, sjö­falda For­múlu 1 heims­meistarann Michael Schumacher í sömu keppni á árum áður.

Eins og flestir vita lenti Michael í al­var­legu skíða­slysi eftir að For­múlu 1 ferli hans lauk árið 2013. Lítið er vitað um líðan hans síðan þá og það snerti greini­lega við Ekst­röm, í við­tali eftir keppni, að hafa verið að keppa á móti Mick.

„Fyrir mér er þetta hér miklu mikil­vægara en það að vinna keppnina,“ sagði Ekst­röm í við­tali eftir Race of Champions. „Allir vita að ég keppti tvisvar sinnum í úr­slitum gegn Michael Schumacher þegar að hann var hér, það var því frá­bært að geta keppt á móti Mick og til­finninga­þrungið fyrir mig vegna þess að ég átti að­eins frá­bærar stundir með Michael í þessum keppnum.

Að sjá son hans í úr­slitum er yndis­legt , ég er yfir mig stoltur af honum. Hann er hæfi­leika­ríkur öku­maður og á góða tíma fram undan. Ég hlakka til frekari viður­eigna við hann og veit að það mun ekki taka langan tíma þar til hann hefur betur gegn mér, en ég myndi sætta mig við að tapa fyrir honum.“

Við­talið við Ekst­röm og Mick má sjá hér fyrir neðan: