Stjórnvöld í Bretlandi hafa skrifað undir leyfi þess efnis að grænt ljós verði gefið á sölu enska knattspyrnufélagsins Chelsea úr höndum Romans Abramovich til fjárfestingafélags leitt áfram af Bandaríkjamanninum Todd Boehly. Frá þessu er greint á vefsíðu Reuters.

Abramovich tók ákvörðun um að selja Chelsea í kjölfar þess að hann var beitur viðskiptaþvingunum og eignir hans í Bretlandi frystar vegna tengsla hans við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta. Þvinganirnar voru settar á stuttu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Nadine Dorries, íþróttamálaráðherra Bretlands segir að stjórnvöld séu ánægð með að hagnaðurinn af sölu félagsins mun ekki renna til Abramovich eða annarra einstaklinga sem hafa verið beittir viðskiptaþvingunum.

,,Sökum viðskiptaþvingana sem við lögðum á þá sem hafa tengsl við Pútín og blóðugu innrásarinnar í Úkraínu getur framtíð Chelsea til lengri tíma aðeins verið tryggð undir nýjum eiganda."

Kaupverð Todd Boehly og félaga er talið vera um 4,25 milljónir punda en hópurinn hefur nú þegar staðist próf ensku úrvalsdeildarinnar sem er lakt fyrir alla eigendur og stjórnendur félaga í deildinni.

Chelsea hefur frá því í mars starfað undir sérstöku leyfi frá stjórnvöldum í Bretlandi en það leyfi átti að renna út 31. maí. Nú virðist góður gangur vera kominn í söluferlið.