Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er með það til skoðunar hvort að PGA mótaröðin hafi brotið reglur þegar mótaröðin bannaði kylfinga sem kepptu á LIV-mótaröðinni í mótum á sínum vegum.

Hin nýja mótaröð, LIV-mótaröðin, hefur vakið mikla athygli enda hafa nokkrir af bestu kylfingum heims undanfarna áratugi skipt um mótaröð og þegið fyrir það vænar bónusgreiðslur.

PGA-mótaröðin hefur barist með kjafti og klóm gegn nýju mótaröðinni og ákvað að banna alla leikmenn sem væru á LIV-mótaröðinni í mótum á vegum PGA-mótaraðarinnar.

Dómsmálaráðuneytið er með það til skoðunar hvort að PGA mótaröðin hafi gerst brotleg þegar kemur að samkeppnislögum og er búið að ræða við umboðsmenn nokkurra af bestu kylfinga heims.