Í stúkunni á Laugardalsvelli í kvöld er meðal annars Heimir Hallgrímsson. Heimir er án starfs en hann stýrði landsliðinu í gegnum blómaskeið sitt frá 2011 til 2018.

Helgi Kolviðsson sem var aðstoðarmaður Heimis frá 2016 til 2018 er einnig á vellinum. Helgi var þjálfari Liechtenstein á síðasta ári.

Heimir er án starfs efitr að hafa látið af störfum með Al-Arabi í Katar. Heimir er orðaður við nokkur lið og þar á meðal Stjörnuna í efstu deild karla hér á landi.

Ásgeir Sigurvinsson einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands er einnig á meðal gesta. Bjarni Felixson, sjálfur Rauða ljónið er einnig á meðal gesta

Þá eru á svæðinu Logi Ólafsson, Bjarni Jóhannsson og Rúnar Kristinsson auk fleiri góðra gesta. KSÍ hefur verið að smala á völlinn síðustu daga eftir dræma mætingu gegn Armeníu á föstudag.