Marco Silva var í dag kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að hafa misst stjórn á skapinu á sér eftir leik Everton og Newcastle um helgina.

Everton glutraði niður tveggja marka forskoti eftir að hafa leitt tvö núll í hálfleik þegar lærisveinar Silva heimsóttu Newcastle um helgina.

Í leikslok sást Silva storma inn á völlinn til að ræða við dómaraþríeykið um hvort að Ayoze Perez hafi verið rangstæður í sigurmarkinu.

Mauricio Pochettino var á dögunum dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hafa misst stjórn á skapinu eftir tap Tottenham gegn Burnley.