Harlem Globetrotters renndu við hjá ítölsku meisturunum í Juventus á dögunum og birti félagið myndband þar sem bandarísku körfuboltalistamennirnir eru að reyna að kenna leikmönnum Juventus hin ýmsu brögð.

Paulo Dybala, Sami Khedira og Douglas Costa fengu stutta sýniskennslu í hinum ýmsu brögðum sem Harlem Globetrotters sýna víðsvegar um heiminn.

Óhætt er að segja að þeir nái ekki sömu hæðum þar og inn á knattspyrnuvellinum en þeir eiga þó ágætis takta inn á milli en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.