Enski boltinn

Stjörnur Arsenal notuðu hlátursgas á skemmtistað

Arsenal hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið fordæmir hegðun leikmanna liðsins sem sáust nota hlátursgas á skemmtistað í ágúst.

Aubameyang, Lacazette og Guendouzi sjást allir nota hlátursgas á myndbandinu. Fréttablaðið/Getty

Arsenal hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið fordæmir hegðun leikmanna liðsins sem sáust nota hlátursgas á skemmtistað í ágúst.

Enski miðilinn The Sun greindi frá málinu og hafa þeir undir höndum myndband þar sem sést til leikmannana á skemmtistaðnum á meðan undirbúningstímabilinu stóð.

Í Bretlandi er löglegt að taka inn hlátursgas

Um er að ræða Alexandre Lacazette, Pierre-Emirick Aubameyang, Henrikh Mkhitaryan, Shkodran Mustafi, Sead Kolsinac og Mattéo Guendouzi.

Atvikið átti sér stað á skemmistað þar sem leikmennirnir voru ásamt fjölmörgum stelpum og hljómaði reikningurinn upp á þrjátíu þúsund pund.

Í myndbandinu sést þegar Guendouzi virðist vera við það að missa meðvitund eftir að hafa tekið inn skammt af hlátursgasi en það sést einnig til Lacazette, Aubameyang og Özil anda að sér hlátursgasi.

Mustafi og Mkhitaryan virðast ekki vera að nota hlátursgas á myndbandinu sem hægt er að sjá hér.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem knattspyrnumenn á Englandi eru gripnir við að taka inn hlátursgas en landsliðsmennirnir Kyle Walker og Raheem Sterling hafa báðir notað hlátursgas.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Enski boltinn

Tottenham aftur upp fyrir nágrannaliðin

Enski boltinn

Chelsea fyrsta liðið til að vinna City í vetur

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Gunnar sigraði and­stæðinginn al­blóðugan

Auglýsing