Körfuboltadeild Stjörnunnar hefur samið við David Gabrovsek um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili.

Gabrovsek er 27 ára gamall kraftframherji frá Slóvakíu og eftir háskólanám í Bandaríkjunum hefur hann að mestu leikið í heimalandinu. Auk þess hefur Gabrovsek leikið í næst efstu deild í Rússlandi. Þá var hann í U-20 liði Slóvaka á sínum tíma.

Á síðustu leiktið lék Gabrovsek með Rogaska, sem er eitt af sterkari liðum Slóvaníu. Hann spilaði rúmar 31 mínútu að meðaltali í leik, skoraði 13,3 stig og tók 4,9 fráköst.

Þessi rúmlega tveggja metra hái leikmaður var með 60% tveggja stiga nýtingu og 40% af þriggja stiga skotum sínum niður.