Stjarnan og Haukar skiptust á jafnan hlut þegar liðin mættust í áttundu umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í kvöld.

Lokatölur í leiknum urðu 22-22, en eftir að jafnan leik höfðu Haukar nauma forystu þegar skammt var eftir af leiknum.

Stjarnan náði hins vegar að jafna metin undir lok leiksins en bæði lið fengu tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn án árangurs og jafntefli staðreynd.

Þórhildur Gunnarsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni sem hefur 11 stig í þriðja sæti deildairnnar með sjö mörk.

Þórhildur Braga Þórðardóttir var hins vegar atkvæðamest hjá Haukum með fimm mörk og Guðrún Erla Bjarnadóttir og Berta Rut Harðardóttir komu næstar með fjögur mörk hvor.

Haukar og ÍBV eru jöfn að stigum með fimm stig í sjötta til sjöunda sæti deildarinnar.