Kvennalið Stjörnunnar vann til silfurverðlaun á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fram fór um helgina í Drammen í Noregi.
Fjögur íslensk lið kepptu á mótinu að þessu sinni og var árangur kvennaliðs Stjörnunnar bestur.
Frammistaða Stjörnuliðsins var heilt yfir góð en liðið fékk meðal annars hæstu einkunn í dansi. Þá var Andrea Sif Pétursdóttir valin í úrvalslið mótsins.
Kvennalið Gerplu, blandað lið Gerplu og karlalið Stjörnunnar tóku einnig þátt á mótinu.