Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kemur að félagið muni ekki vera með lið í efstu deild kvenna í körfubolta á næsta keppnistímabili.

Fram kemur í tilkynningunni að þær blóðtökur sem liðið hefur orðið fyrir upp á síðkastði hafi orðið til þess að ákvörðun hafi verið tekin um að senda ungt og efnilegt lið félagsins frekar í 1. deildina á næstu leiktíð.

Tilkynningu Stjörnunnar í heild sinni má lesa hér að neðan:

„Þar sem nokkuð vant­ar upp á að Stjarn­an geti skipað liðið með upp­öld­um Stjörnu­leik­mönn­um væri eina úrræði Stjörn­unn­ar að fá er­lenda leik­menn, eða leik­menn frá öðrum liðum, í þeirra stað. Stjórn Kkd. Stjörn­unn­ar met­ur það svo að heppi­legra sé að hlúa bet­ur að yngri iðkend­um Stjörn­unn­ar og leggja grunn að liði sem gæti spilað í úr­vals­deild inn­an fárra ára,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Liðið mun treysta á fjölda leik­manna sem eru í fé­lag­inu á aldr­in­um 15-18 ára sem hafa fengið fáar mín­út­ur í efstu deild. „Með því að spila með liði í 1. deild fá þess­ir leik­menn hins veg­ar bæði þá reynslu og sam­keppni sem þær þurfa til að efl­ast sem leik­menn,“ seg­ir í til­kynn­ingu, en ekki var um auðvelda ákvörðun að ræða.

„Þessi ákvörðun var ekki auðveld og þær og for­send­ur sem liggja að baki henni bar brátt að. Stjórn Kkd. Stjörn­unn­ar tók hana hins­veg­ar með hag iðkenda og stöðu kvenna­körfu­bolta í Stjörn­unni í huga og að vand­lega at­huguðu máli.“