Stjarnan hefur samið við Mirza Sarajlija um að leika með liðinu næsta karlaliði félagins í körfubolta á næsta keppnistímabili. Sarajlija er ætlað að fylla það skarð sem Nick Tomsick sem skildi eftir sig en Tomsick söðlaði um í Skagafjörðinn og gekk til liðs við Tindastól í byrjun sumars.

Sarajlija er 29 ára gamall skotbakvörður sem er fæddur í Slóvaníu og er 185 sentímetrar á hæð. Hann lék á síðustu leitkíð í næstefstu deild í Rússlandi.

Fram kemur í tilkynningu Stjörnunnar um komu Sarajlija að með tilkomu hans sé leikmannhópur liðsins að taka á sig nokkuð endanlega mynd fyrir næsta vetur.

Þeir þrír erlendu leikmenn sem léku með liðinu á síðustu leiktíð eru allir horfnir á braut og Sarajlija er eins og sakir standa eini erlendi leikmaðurinn í hópnum. Hins vegar verða allir íslensku leikmennirnir áfram utan þess að óvíst er Ágúst Angantýsson verði áfram í herbúðum Garðabæjarliðsin. Þá fékk Stjarnan til liðs við hina ungu og efnilegu tvíburabræður Hugi og Hilmir Hallgrímssyni frá Vestra í vor.