Karlalið Stjörnunnar í knattspyrnu hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök. Magn­us Anbo er á leið til Stjörn­unn­ar en hann mun leik í Garðabænum sem lánsmaður frá danska úr­vals­deild­arliðinu AGF.

Lánssamningur gildir til 30. ágúst næstkomandi. Anbo er tví­tug­ur bakvörður, sem einnig get­ur leikið inni á miðsvæðinu.

Anbo hefur verið í herbúðum AGF frá 2015 en hann hefur leikið tíu leiki fyrir aðallið félagsins. Hann hefur framlengt samning sinn við AGF en mun leika á Íslandi til þess að öðlast meiri reynslu.