Bikarmótið í hópfimleikum fór fram í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi í gær. Keppt var í þremur flokkum í meistaraflokki, kvenna, karla og blönduðum flokki. 

Í kvennaflokki var það lið Stjörnunnar sem sigraði með 54.000 stig en þetta er fjórða árið í röð sem Stjarnan verður bikarmeistari.

Í karlaflokki var það lið Gerplu sem varð hlutskarpast með 56.400 stig og í flokki blandara liða var það einnig lið Gerplu sem sigraði.