Íslenski boltinn

Stjarnan bikar­meistari í karla­flokki í fyrsta sinn

Garðbæingar höfðu betur 4-1 í vítaspyrnukeppni gegn Breiðablik á Laugardalsvelli í kvöld og unnu þar fyrsta bikarmeistaratitil sinn í karlaflokki eftir markalaust jafntefli í venjulegum leiktíma.

Garðbæingar reisa bikarinn á loft á Laugardalsvelli í kvöld Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan er bikarmeistari í karlaflokki í fyrsta sinn eftir 4-1 sigur í vítakeppni í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellli í kvöld. Staðan var markalaus í leikslok en taugar Garðbæinga reyndust sterkari í vítakeppninni.

Var þetta í þriðja sinn sem Garðbæingar leika til úrslita í karlaflokki í bikarnum en í fyrsta sinn sem bikarinn fer í Garðabæinn. 

Haraldur Björnsson var hetja Stjörnunnar í kvöld, eftir að hafa horft á eftir vítaspyrnu Olivers Sigurjónssonar sigla yfir markið varði hann vítaspyrnu Arnórs Gauta Ragnarssonar og kláraði Stjarnan einvígið stuttu síðar.

Heilt yfir var sigurinn sanngjarn, Garðbæingar fengu betri færi í leiknum og á góðum degi hefðu þeir skorað mörk í leiknum til að klára leikinn fyrr.

Blikar breyttu um leikkerfi og tefldu fram þremur miðvörðum til að takast á við sóknarlínu Stjörnunnar en Garðbæingar tefldu fram hefðbundnu leikkerfi.

Fyrri hálfleikur var bragðdaufur og voru bæði liðin varfærnisleg í sóknaraðgerðum sínum. Næst komst Baldur Sigurðsson undir lok fyrri hálfleiks en Gunnleifur Gunnleifsson í marki Blika varði vel.

Liðin fóru framar á völlinn og voru farin að taka aukna áhættu í seinni hálfleik en markverðir liðanna stóðu vakt sína af prýði.

Brynjar Gauti var með góðar gætur á Thomas Mikkelsen í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

 Haraldur Björnsson varði tvívegis vel og Gunnleifur bjargaði Blikum á ný undir lok venjulegs leiktíma.

Varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson virtist hafa tryggt Garðbæingum sigurinn með marki í uppbótartíma venjulegs leiktíma en var flaggaður rangstæður. Þurfti því að framlengja.

Garðbæingar voru líklegri í framlengingunni gegn þreyttum Blikum sem voru búnir með skiptingar sínar og gátu því ekki skipt út leikmönnum sem fengu krampa.

Baldur fékk sannkallað dauðafæri til að klára leikinn á 120. mínútu leiksins þegar hann tók boltann snyrtilega niður í vítateig Blika en skot hans fór hátt yfir. 

Stjarnan þjarmaði að Blikum á lokasekúndunum en inn vildi boltinn ekki og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni.

Komust Garðbæingar 2-1 yfir áður en Blikar glutruðu leiknum frá sér. Brenndi Oliver af og stuttu síðar varði Haraldur frá Arnóri sem þýddi að Garðbæingar voru með pálmann í höndunum.

Var það síðan Eyjólfur Héðinsson sem skoraði sigurmark Stjörnunnar og brutust ógurleg fagnaðarlæti út í leikslok.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Víkingur semur við Atla Hrafn og Júlíus

Íslenski boltinn

Ljúka leik í Svíþjóð

Íslenski boltinn

Sandra meidd - Ásta Eir inn í hópinn

Auglýsing

Nýjast

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing