Körfubolti

Stjarnan aftur upp í efsta sætið fyrir lokaumferðina

Tveir leikir fóru fram í 21. umferð Dominos-deild karla í kvöld þegar Stjarnan vann 91-73 sigur á Grindavík á sama tíma og KR vann xx-xx sigur á ÍR.

Grindvíkingar voru alltaf skrefinu á eftir í kvöld. Fréttablaðið/Valli

Tveir leikir fóru fram í 21. umferð Dominos-deild karla í kvöld þegar Stjarnan vann 91-73 sigur á Grindavík á sama tíma og KR vann xx-xx sigur á ÍR.

Garðbæingar eru því með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina þegar þeir heimsækja Hauka. Með sigri þar eru Stjörnumenn deildarmeistarar og með heimaleikjarétt í gegnum úrslitakeppnina.

Grindvíkingar sem komust í úrslitakeppnina í gær voru skrefinu á eftir allan leikinn og eftir að hafa náð átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta bætti Stjarnan við forskot sitt í öðrum og þriðja leikhluta.

Þegar fjórði leikhluti hófst var munurinn nítján stig og landaði Stjarnan öruggum sigri í fjórða leikhluta. Brandon Rozzell var stigahæstur í liði heimamanna með 29 stig en hjá gestunum var Ólafur Ólafsson atkvæðamestur með 24 stig.

Spennan var mun meiri í Breiðholtinu þar sem ÍR tók á móti KR, degi eftir að ÍR komst ásamt Grindavík í úrslitakeppnina eftir að Haukar fengu skell í Þorlákshöfn. 

KR með sigri hélt lífi í baráttunni um fjórða sætið og heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fari svo að Keflavík vinni Stólana í lokaumferðinni kemst KR upp fyrir Stólana með sigri á Blikum.

Það var allt í járnum frá fyrstu mínútu þar til undir lok leiksins í Breiðholtinu. KR var með þriggja stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og þeim tókst að standast seinbúið áhlaup ÍR-inga.

Michele DiNunno var stigahæstur í liði gestanna með 28 stig en Kristófer Acox fór á kostum í liði KR-inga í kvöld með flotta tvennu, 21 stig og 17 fráköst. 

Hjá heimamönnum var Gerald Robinson stigahæstur með 19 stig og Matthías Orri Sigurðarson með tvöfalda tvennu, 15 stig og 11 fráköst.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Þessi lið mætast í átta-liða úrslitunum

Körfubolti

Stjarnan deildar­meistari eftir sigur á Haukum

Fótbolti

Aron Einar er að semja við lið Heimis í Katar

Auglýsing

Nýjast

Þrír leikmenn detta út hjá Englandi vegna meiðsla

Gunnar þakklátur fyrir stuðninginn um helgina

Karlalandsliðið tók fyrstu æfinguna á Spáni í dag

Þórarinn Ingi biðst afsökunar á ummælum

Ronaldo kærður af UEFA

Viðar til liðs við Hammarby

Auglýsing