Miles Bridges, stjarna Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta, var handtekinn í gær vegna gruns um heimilisofbeldi. Bridges sem er á fjórða ári sínu í NBA-deildinni var stigahæsti leikmaður Hornets í vetur.

Samkvæmt heimildum TMZ þurfti kona í Los Angeles að leita sér aðstoð hjá heilbrigðisstarfsfólki eftir að rifrildi við Bridges fór úr böndunum.

Sjálfur var Bridges ekki á svæðinu en hann gaf sig fram stuttu síðar og greiddi lausnarfé til þess að hann þurfi ekki að dúsa í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Bridges er samningslaus eftir að hafa hafnað fjögurra ára samningstilboði frá Charlotte á síðasta ári en hann gæti fengið allt að 173 milljónir dollara næstu fimm árin samkvæmt reglum NBA-deildarinnar um laun.