Handbolti

Stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leik­mann liðsins

Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta, réðist á leikmann liðsins eftir bikarfögnuð helgarinnar. Hann gisti fangageymslur lögreglu aðfaranótt sunnudags.

ÍBV lagði Fram í úrslitum Coca Cola-bikarsins um helgina. Fréttablaðið/Eyþór

Sigurður Bragason mun stíga til hliðar sem aðstoðarþjálfari handknattleiksliðs ÍBV í meistaraflokki karla eftir að hafa ráðist á Theodór Sigurbjörnsson, lykilleikmann í liðsins, í bikarmeistarafögnuði liðsins síðastliðinn laugardag. ÍBV lagði fram í úrslitum Coca Cola bikarsins á laugardaginn

Vísir greindi frá málinu í gær þar sem sagt var að Sigurður hafi gist fangageymslur aðfaranótt sunnudags í Vestmannaeyjum. Á Sigurður að hafa ráðist á Theodór í bikarfögnuðinum með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hlaut skurð fyrir ofan vinstra auga.

Í fréttatilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að ásátt hafa orðið um að Sigurður stígi um óákveðinn tíma til hiðar í öllum störfum fyrir félagið.

Enn fremur segir að ákvörðunin sé tekin „í ljósi undangenginna atburða“. Sigurður og Theodór hafi náð sáttum enda séu þeir félagar til margra ára.

„Við hörmum atburðinn og vonum að stuðningsmenn og velunnarar ÍBV snú bökum saman félaginu til heilla,“ segir í lok tilkynningar deildarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV bikarmeistari í þriðja sinn í sögu félagsins

Handbolti

Guðjón Valur valinn leikmaður umferðarinnar

Fótbolti

Messi skákaði Ronaldo með þrennu sinni

Auglýsing

Nýjast

Arnór gæti þreytt frumraun sína

Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld

Tíu bestu erlendu leikmennirnir

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Auglýsing